„Þetta var torsóttur sigur“ Hinrik Wöhler skrifar 3. mars 2023 21:51 Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Diego Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. „Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Sjá meira
„Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00