Sprungin löggublaðra Steinbergur Finnbogason skrifar 3. mars 2023 18:00 Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar