Tilnefningar til blaðamannaverðlauna kynntar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2023 12:15 Lillý Valgerður, Sunna, Sigrún Ósk, Hólmfríður, Hallgerður Kolbrún og Samúel Karl fengu öll tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna fyrir fréttir og umfjallanir á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt um tilnefningar til Blaðamannaverðlauna félagsins fyrir árið 2022. Verðlaunin verða veitt föstudaginn 10. mars við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú, viku fyrir afhendingu þeirra, birt tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. Eins og hefð er fyrir eru tilnefningarnar þrjár í hverjum flokki. Hverjir hljóta verðlaunin verður svo kunngjört á verðlaunaveitingarathöfninni föstudaginn 10. mars. Tilnefningarnar eru sem hér segir: Viðtal ársins 2022 Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn á Langanesi, um aðdraganda andláts Berglindar Bjargar Arnardóttur, tveggja ára dóttur þeirra, úr Covid-19. Frásögn Arnars og Petru af missinum er átakanleg, en lýsir að auki brotalömum í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Blaðamaðurinn nálgast erfitt viðfangsefni af fágun og sýnir viðmælendum virðingu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir, RÚV. Fyrir viðtal við kynsegin ungmennin Dagbjörtu Heiðu Sigþórsdóttur, Iðunni Birnu Þórisdóttur, Alex Bergmann Einarsson og foreldra þeirra, um áreiti, ofbeldi og hvatningu til sjálfsskaða sem þau verða fyrir vegna kynupplifana sinna og útlits. Í viðtalinu lýsa þau áreiti í net- og raunheimum sem mjög hefur færst í aukana síðustu ár og afleiðingum þess fyrir þau. Þórarinn Þórarinsson, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Hrafn Jökulsson þúsundþjalasmið. Í viðtalinu ræðir Hrafn um bardaga sinn við Surtlu, mein sem fannst í honum mánuði áður en viðtalið var tekið og átti eftir að bera hann ofurliði mánuði síðar, og atburði árin áður en meinið fannst. Texti viðtalsins er kraftmikill og viðmælandinn birtist lesandanum ljóslifandi af lestrinum. Umfjöllun ársins 2022 Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir Úkraínuvaktina sem var virk nánast alla daga, frá morgni til kvölds, frá 24. febrúar og út júnímánuð. Á þeim tíma miðlaði Vísir stöðugum straumi frétta og fréttaskýringa og var miðillinn í samkeppni við helstu fréttastofur heims um að vera fyrstur að koma upplýsingum á framfæri við lesendur sína. Með skjótu, öru og umfangsmiklu fréttastreymi sýndi Vísir yfirburði netmiðils í fréttaflutningi af yfirstandandi viðburði. Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚV. Fyrir vandaða sjónvarpsumfjöllun um flóttafólk frá Sýrlandi sem settist að á Íslandi í boði stjórnvalda sem svokallaðir „kvótaflóttamenn“. Umfjöllunin hefst í Beirút 2015. Fylgst með tveimur fjölskyldum frá komu þeirra til Íslands, gleðinni yfir að komast í skjól frá stríði til áskorana sem bíða í nýju landi. Umfjöllunin gefur einstaka innsýn í líf flóttafólks og hvernig það tekst á við framandi samfélag eftir mismunandi leiðum og með mismunandi árangri. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Fyrir útvarpsþáttaröð á Rás 1 um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum í Laugarnesskóla. Þættirnir voru meðal annars byggðir á áhrifamiklum viðtölum við brotaþola kennarans en einnig við aðra sem báru honum vel söguna. Í sex útvarpsþáttum tókst Þorsteini J. að draga upp ljóslifandi mynd af Skeggja, virðingarstöðu hans í samfélaginu og kynferðisbrotum gegn fjölmörgum drengjum, sem og andlegt ofbeldi gagnvart stúlkum í skólanum. Rannsóknarblaðamennska ársins 2022 Guðný Halldórsdóttir og Ingvar Haraldsson, Viðskiptablaðinu. Fyrir fréttaskýringar um styrktarsjóð og fjármál Sonju de Zorilla. Í fréttaskýringunum var hulunni svipt af fjármálum styrktarsjóðs Sonju sem sögð var ríkasta kona Íslands um síðustu aldamót en fram að umfjöllun Ingvars og Guðnýjar höfðu takmarkaðar upplýsingar komið fram um fjármál sjóðsins. Fréttaskýringarnar vörpuðu ljósi á skort á eftirliti með góðgerðarsjóðum, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, og að ekki hafa allar styrkveitingar sjóðsins verið í samræmi við lög, meðal annars styrkveitingar til aðila sem eru nákomnir sjóðsstjórum styrktarsjóðsins. Ingvar Haraldsson og Guðný Halldórsdóttir á Viðskiptablaðinu hljóta tilnefningu. VB Helgi Seljan, Stundinni. Fyrir fréttaskýringar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús (Hvíta-Rússlandi), og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina. Tryggvi Aðalbjörnsson, RÚV. Fyrir umfjöllun um öryggismál ferjunnar Baldurs. Ítarleg og upplýsandi umfjöllun um margvíslegar efasemdir sem uppi voru um öryggismál í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Farið var í skoðunarferð um skipið með fyrrverandi skipaeftirlitsmanni og rætt bæði við fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa rekstraraðila ferjunnar. Viðtölin voru afhjúpandi auk þess sem málið var vel sett fram sjónrænt og sett í stærra samhengi við öryggismál almennt og samgöngumál landsins. Blaðamannaverðlaun ársins 2022 Bogi Ágústsson, RÚV. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun af erlendum vettvangi sem kristallast í Heimsglugganum, fréttaskýringum hans á Morgunvakt Rásar 1. Bogi beinir gjarnan sjónum að Norðurlöndunum og þá ekki síst Grænlandi og Færeyjum. Hann vekur áhuga hlustenda og dýpkar þekkingu þeirra á umfjöllunarefninu með því að segja skemmtilega frá og setja atburði í samhengi. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Stöð 2. Fyrir þættina Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð 2.Þeir sýndu þá tilfinningaangist sem mansal við ættleiðingar frá Sri Lanka á 9. áratugnum veldur enn. Eftir áralanga leit tókst Sigrúnu með dyggri hjálp Auri Hinriksson og DNA-prófa að leiðrétta og finna rétta líffræðilega móður ungrar konu í leit að rótum sínum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er tilnefnd fyrir þætti sína Leitina að upprunanum.vísir/Vilhelm Sunna Valgerðardóttir, RÚV/ fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Í Kompási varpaði Sunna nýju ljósi á trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða sem og ýmissa hópa sem fást við andleg málefni, og afleiðingar þess. Þá gaf þáttur hennar um ópíóíðafíkn raunsanna mynd af heimi morfínfíknar. Seinni hluta árs hafði Sunna umsjón með uppbyggingu nýs fréttaskýringaþáttar, Þetta helst, á Rás 1 þar sem efnistök eru fjölþætt og oft nýstárleg. Kompásþættina má sjá að neðan. Ofbeldi í andlega heiminum. Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason eru tilnefnd.vísir/Vilhelm/Egill Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dómnefnd verðlaunanna hefur nú, viku fyrir afhendingu þeirra, birt tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. Eins og hefð er fyrir eru tilnefningarnar þrjár í hverjum flokki. Hverjir hljóta verðlaunin verður svo kunngjört á verðlaunaveitingarathöfninni föstudaginn 10. mars. Tilnefningarnar eru sem hér segir: Viðtal ársins 2022 Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn á Langanesi, um aðdraganda andláts Berglindar Bjargar Arnardóttur, tveggja ára dóttur þeirra, úr Covid-19. Frásögn Arnars og Petru af missinum er átakanleg, en lýsir að auki brotalömum í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Blaðamaðurinn nálgast erfitt viðfangsefni af fágun og sýnir viðmælendum virðingu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir, RÚV. Fyrir viðtal við kynsegin ungmennin Dagbjörtu Heiðu Sigþórsdóttur, Iðunni Birnu Þórisdóttur, Alex Bergmann Einarsson og foreldra þeirra, um áreiti, ofbeldi og hvatningu til sjálfsskaða sem þau verða fyrir vegna kynupplifana sinna og útlits. Í viðtalinu lýsa þau áreiti í net- og raunheimum sem mjög hefur færst í aukana síðustu ár og afleiðingum þess fyrir þau. Þórarinn Þórarinsson, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Hrafn Jökulsson þúsundþjalasmið. Í viðtalinu ræðir Hrafn um bardaga sinn við Surtlu, mein sem fannst í honum mánuði áður en viðtalið var tekið og átti eftir að bera hann ofurliði mánuði síðar, og atburði árin áður en meinið fannst. Texti viðtalsins er kraftmikill og viðmælandinn birtist lesandanum ljóslifandi af lestrinum. Umfjöllun ársins 2022 Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir Úkraínuvaktina sem var virk nánast alla daga, frá morgni til kvölds, frá 24. febrúar og út júnímánuð. Á þeim tíma miðlaði Vísir stöðugum straumi frétta og fréttaskýringa og var miðillinn í samkeppni við helstu fréttastofur heims um að vera fyrstur að koma upplýsingum á framfæri við lesendur sína. Með skjótu, öru og umfangsmiklu fréttastreymi sýndi Vísir yfirburði netmiðils í fréttaflutningi af yfirstandandi viðburði. Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚV. Fyrir vandaða sjónvarpsumfjöllun um flóttafólk frá Sýrlandi sem settist að á Íslandi í boði stjórnvalda sem svokallaðir „kvótaflóttamenn“. Umfjöllunin hefst í Beirút 2015. Fylgst með tveimur fjölskyldum frá komu þeirra til Íslands, gleðinni yfir að komast í skjól frá stríði til áskorana sem bíða í nýju landi. Umfjöllunin gefur einstaka innsýn í líf flóttafólks og hvernig það tekst á við framandi samfélag eftir mismunandi leiðum og með mismunandi árangri. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Fyrir útvarpsþáttaröð á Rás 1 um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum í Laugarnesskóla. Þættirnir voru meðal annars byggðir á áhrifamiklum viðtölum við brotaþola kennarans en einnig við aðra sem báru honum vel söguna. Í sex útvarpsþáttum tókst Þorsteini J. að draga upp ljóslifandi mynd af Skeggja, virðingarstöðu hans í samfélaginu og kynferðisbrotum gegn fjölmörgum drengjum, sem og andlegt ofbeldi gagnvart stúlkum í skólanum. Rannsóknarblaðamennska ársins 2022 Guðný Halldórsdóttir og Ingvar Haraldsson, Viðskiptablaðinu. Fyrir fréttaskýringar um styrktarsjóð og fjármál Sonju de Zorilla. Í fréttaskýringunum var hulunni svipt af fjármálum styrktarsjóðs Sonju sem sögð var ríkasta kona Íslands um síðustu aldamót en fram að umfjöllun Ingvars og Guðnýjar höfðu takmarkaðar upplýsingar komið fram um fjármál sjóðsins. Fréttaskýringarnar vörpuðu ljósi á skort á eftirliti með góðgerðarsjóðum, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, og að ekki hafa allar styrkveitingar sjóðsins verið í samræmi við lög, meðal annars styrkveitingar til aðila sem eru nákomnir sjóðsstjórum styrktarsjóðsins. Ingvar Haraldsson og Guðný Halldórsdóttir á Viðskiptablaðinu hljóta tilnefningu. VB Helgi Seljan, Stundinni. Fyrir fréttaskýringar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús (Hvíta-Rússlandi), og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina. Tryggvi Aðalbjörnsson, RÚV. Fyrir umfjöllun um öryggismál ferjunnar Baldurs. Ítarleg og upplýsandi umfjöllun um margvíslegar efasemdir sem uppi voru um öryggismál í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Farið var í skoðunarferð um skipið með fyrrverandi skipaeftirlitsmanni og rætt bæði við fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa rekstraraðila ferjunnar. Viðtölin voru afhjúpandi auk þess sem málið var vel sett fram sjónrænt og sett í stærra samhengi við öryggismál almennt og samgöngumál landsins. Blaðamannaverðlaun ársins 2022 Bogi Ágústsson, RÚV. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun af erlendum vettvangi sem kristallast í Heimsglugganum, fréttaskýringum hans á Morgunvakt Rásar 1. Bogi beinir gjarnan sjónum að Norðurlöndunum og þá ekki síst Grænlandi og Færeyjum. Hann vekur áhuga hlustenda og dýpkar þekkingu þeirra á umfjöllunarefninu með því að segja skemmtilega frá og setja atburði í samhengi. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Stöð 2. Fyrir þættina Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð 2.Þeir sýndu þá tilfinningaangist sem mansal við ættleiðingar frá Sri Lanka á 9. áratugnum veldur enn. Eftir áralanga leit tókst Sigrúnu með dyggri hjálp Auri Hinriksson og DNA-prófa að leiðrétta og finna rétta líffræðilega móður ungrar konu í leit að rótum sínum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er tilnefnd fyrir þætti sína Leitina að upprunanum.vísir/Vilhelm Sunna Valgerðardóttir, RÚV/ fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Í Kompási varpaði Sunna nýju ljósi á trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða sem og ýmissa hópa sem fást við andleg málefni, og afleiðingar þess. Þá gaf þáttur hennar um ópíóíðafíkn raunsanna mynd af heimi morfínfíknar. Seinni hluta árs hafði Sunna umsjón með uppbyggingu nýs fréttaskýringaþáttar, Þetta helst, á Rás 1 þar sem efnistök eru fjölþætt og oft nýstárleg. Kompásþættina má sjá að neðan. Ofbeldi í andlega heiminum. Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason eru tilnefnd.vísir/Vilhelm/Egill
Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira