95 ára sprækur hestamaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2023 20:05 Líf Ingimars hefur meira og minna snúið um hesta og hestamennsku. Hann er alvegin ákveðin að fara á bak í vor eftir smá pásu eftir Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður. Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður.
Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira