95 ára sprækur hestamaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2023 20:05 Líf Ingimars hefur meira og minna snúið um hesta og hestamennsku. Hann er alvegin ákveðin að fara á bak í vor eftir smá pásu eftir Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður. Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður.
Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira