„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 16:11 Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. vísir/egill Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf. Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32
Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00