„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 16:11 Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. vísir/egill Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf. Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32
Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent