Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 16:40 Ingvar Smári, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist hafa farið víða um land og sitt hvort væri hljóðið í kaffistofum landsmanna eða við kaffistandinn í þingflokksherbergi Pírata. Lenya Rún lét Ingvar Smára ekki eiga neitt inni hjá sér með það og svaraði fullum hálsi. vísir/vilhelm Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð. Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð.
Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira