Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 13:30 Antonio Tiberi hefur verið settur í bann af eigin liði, Trek Segafredo, eftir að í ljós kom að hann hefði skotið og drepið kött. Getty/Bas Czerwinski Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour. Hjólreiðar Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour.
Hjólreiðar Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira