Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 13:30 Antonio Tiberi hefur verið settur í bann af eigin liði, Trek Segafredo, eftir að í ljós kom að hann hefði skotið og drepið kött. Getty/Bas Czerwinski Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour. Hjólreiðar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour.
Hjólreiðar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Sjá meira