Kåvepenin og streptókokka-heimapróf loksins væntanleg til landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:46 Gríðarlega margir hafa reynt að kaupa heimapróf sem greinir streptókokkasýkingu en án árangurs. Getty Heimapróf sem greina streptókokkasýkingu, sem framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir að spurt sé um „úr öllum áttum“ eru væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Þau hafa verið uppseld í margar vikur. Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18