Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 20:01 Katrín Jakobsdóttir biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi í arðgreiðslum og álagningu til að ná niður verðbólgu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir varar við vítahring launa-og verðhækkanna. Vísir/Arnar Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna
Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40
Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32