Innlent

Smá­hýsin fimm komin upp í Laugar­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Smáhýsin er á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar, ekki langt frá Glæsibæ.
Smáhýsin er á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar, ekki langt frá Glæsibæ. Vísir/Arnar

Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn.

Íbúar í Laugardal hafa sumir gagnrýnt staðsetningu húsanna og bent þar á að Laugardalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“.

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Heiða Björg Hilmarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu í haust að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að húsin væru á leiðinni.

Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið.

Vísir/Arnar

Vísir/Arnar

Vísir/Arnar

Tengdar fréttir

Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember

Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 

Leggjast gegn smá­hýsum fyrir heimilis­lausa í Laugar­dal

Borgar­full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins líst ekkert á á­form meiri­hlutans um að koma upp smá­hýsum fyrir heimilis­laust fólk í Laugar­dalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“. Meiri­hlutinn vill koma þeim fyrir í Laugar­dalnum þar sem ekki hefur reynst auð­velt að ná sátt um slík úr­ræði fyrir heimilis­lausa í í­búða­byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×