Að gefa og þiggja Ragnar Schram skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun