Þeytir skífum á kvöldin og nemur lífeindafræði á daginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2023 08:00 Stiven Tobar Valencia þeytir reglulega skífum á skemmtistaðnum Auto. vísir/sigurjón Stiven Tobar Valencia er ekki maður einhamur. Auk þess að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta er hann plötusnúður og stundar háskólanám í lífeindafræði. Stiven leikur sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Hann stefnir hátt og dreymir um að spila fyrir bestu lið heims. Stiven lætur sér ekki nægja að spila handbolta heldur er hann líka plötusnúður og á lokaári í námi í lífeindafræði. Guðjón Guðmundsson hitti þennan magnaða dreng sem virðist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en aðrir. „Maður þarf að púsla deginum saman og vera ákveðinn. Þetta er bara skipulagning,“ sagði Stiven sem spilar oftast á skemmtistöðum eftir miðnætti. „Margir halda að þetta fari ekki vel við handboltann en þetta er ekkert annað en vinna. Gaman á kvöldin, að geta sett á smá tónlist sem maður fílar og tryllt lýðinn.“ En hvenær sefur Stiven? „Ég sef alltaf á mjög góðum tíma og næ alltaf átta tíma svefni. Maður sefur aðeins meira um helgar,“ svaraði Stiven. Klippa: Viðtal við DJ Stiven Sem fyrr sagði er Stiven að ljúka námi í lífeindafræði við Háskóla Íslands. „Ég veit ekki hvernig ég kemst yfir þetta. Ég er bara svolítið ákveðinn í því sem ég geri. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrufræði og rannsóknarvinnu yfirhöfuð,“ sagði Stiven sem tekur undir að hann sé góður námsmaður. „Það sem ég hef áhuga á finnst mér mjög gaman að gera. Þetta er svo vítt og mikið efni og skemmtilegt. Ég myndi segja að ég væri frekar góður í að gera það sem mér finnst gaman að gera.“ Allt viðtalið við Stiven má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Stiven leikur sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Hann stefnir hátt og dreymir um að spila fyrir bestu lið heims. Stiven lætur sér ekki nægja að spila handbolta heldur er hann líka plötusnúður og á lokaári í námi í lífeindafræði. Guðjón Guðmundsson hitti þennan magnaða dreng sem virðist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en aðrir. „Maður þarf að púsla deginum saman og vera ákveðinn. Þetta er bara skipulagning,“ sagði Stiven sem spilar oftast á skemmtistöðum eftir miðnætti. „Margir halda að þetta fari ekki vel við handboltann en þetta er ekkert annað en vinna. Gaman á kvöldin, að geta sett á smá tónlist sem maður fílar og tryllt lýðinn.“ En hvenær sefur Stiven? „Ég sef alltaf á mjög góðum tíma og næ alltaf átta tíma svefni. Maður sefur aðeins meira um helgar,“ svaraði Stiven. Klippa: Viðtal við DJ Stiven Sem fyrr sagði er Stiven að ljúka námi í lífeindafræði við Háskóla Íslands. „Ég veit ekki hvernig ég kemst yfir þetta. Ég er bara svolítið ákveðinn í því sem ég geri. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrufræði og rannsóknarvinnu yfirhöfuð,“ sagði Stiven sem tekur undir að hann sé góður námsmaður. „Það sem ég hef áhuga á finnst mér mjög gaman að gera. Þetta er svo vítt og mikið efni og skemmtilegt. Ég myndi segja að ég væri frekar góður í að gera það sem mér finnst gaman að gera.“ Allt viðtalið við Stiven má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira