Veður

Mild suð­læg átt í kortunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búast má við mildu veðri í dag.
Búast má við mildu veðri í dag. Vísir/Vilhelm

Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. 

Í kvöld á að bæta í vind vestantil, suðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu í nótt. 

Á morgun snýst í suðvestanstrekkingsvind, jafn vel allhvassast eða hvasst norðvestantil. Skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjart norðaustantil. Hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig. 

Veðurhorfur næstu daga:

Á þriðjudag:

Suðvestan 10-18 m/s, hvassast norðvestanlands. Dálitlar skúrir, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 9 stig. Hægari um kvöldið, rofar til og kólnar.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, 3-10 m/s og þykknar upp, en dálítil væta sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-13 m/s og dálítil rigning með köflum, en þurrt um landið suðaustanvert. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Austlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×