Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 11:16 Dilbert (t.v.) með skapara sínum, Scott Adams árið 2006. Adams hefur hneigst til hægriöfgahyggju á síðustu árum og fælt gamla aðdáendur frá sér. AP/Marcio José Sánchez Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi. Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi.
Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira