Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Nimala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, (t.h.) með Jim Chalmers, áströlskum starfsbróður sínum, á G20-fundinum sem lauk í Bengaluru í dag. AP/fjármálaráðuneyti Indlands Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja. Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja.
Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54