Betri almenningssamgöngur núna! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. febrúar 2023 13:32 Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun