170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 13:04 Um risa laexeldi á landi er að ræða hjá Landeldi í Þorlákshöfn en kostnaður við að koma stöðinni upp er um 70 milljarðar króna. Aðsend Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira