170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 13:04 Um risa laexeldi á landi er að ræða hjá Landeldi í Þorlákshöfn en kostnaður við að koma stöðinni upp er um 70 milljarðar króna. Aðsend Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira