„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Arnar Gunnlaugsson Vísir/Sigurjón Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira