Seðlabanki á hálum ís Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun