Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 08:54 Vladímír Pútín með XI Jinping, forseta Kína, þegar þeir hittust örfáum vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á fundinum ítrekuðu þeir vinasamband ríkjanna. AP/Alexei Druzhinin/Spútnik Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá. Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá.
Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00