Leikurinn í kvöld mögulega sá síðasti en HM gæti veitt landsliðunum líflínu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 15:50 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, í Laugardalshöllinni. vísir/sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Gaupa í Laugardalshöll í dag fyrir leikinn við heims- og Evrópumeistara Spánar, í undankeppni HM. Vegna skorts á fjármagni óttast Hannes að þetta gæti orðið síðasti landsleikur Íslands í bili. Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira