Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Tölvuteikning af því hvernig brúin gæti litið út. Mögulega væri hún enn neðar. Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur. Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur.
Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira