Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 11:15 Þorsteinn Pálsson telur engar forsendur fyrir Birgi að sitja á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda og hann ekkert því til fyrirstöðu að Sigurður sendi greinargerð sína til Alþingis í 63 eintökum, í umslagi stílað á hvern þingmann um sig. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10