Bílarisarnir fylgja þarna í kjölfar fleiri fyrirtækja í Japan sem hækkað hafa laun verulega síðustu vikur en verðbólga í Japan hefur ekki verið meiri í rúm 40 ár. Þetta hefur sett pressu á fyrirtæki og stofnanir að hækka laun þar sem verulega hefur dregið úr kaupmætti landsmanna.
Á dögunum tilkynnti fataverslanakeðjan Uniqlo til að mynda um 40 prósenta hækkun á launum starfsmanna en ekki hefur verið gefið út hversu mikil hækkun bílarisana verður.
Þó sagði Toyota í vikunni að fyrirtækið myndi ganga að öllum kröfum verkalýðsfélaga í undangegnum samningaviðræðum, en þær hafa tekið skemmri tíma nú en áður. Hefð er fyrir því í japan að tilkynnt sé um kauphækkanir um miðjan mars.