Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 15:46 Palestínumaður bendir til ísraelskra herflutningabifreiða á vettvangi rassíunnar í Nablus í dag. AP/Majdi Mohammed Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28