Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 15:31 Bergur Elí Rúnarsson á flugi í sigrinum gegn PAUC í gærkvöld, fyrir framan fjölda áhorfenda í Origo-höllinni. vísir/Diego Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær. Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn