„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 21:54 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. „Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
„Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53