„Ég hef aldrei séð svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 19:44 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er formaður Villikatta. Vísir Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“ Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira