Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 11:26 Í Halldórsbúð var starfrækt fyrsta verslun Víkur í Mýrdal. Kötlusetur Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu. Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu.
Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira