„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2023 22:00 Sunna Guðmundsdóttir var í hópi flugfarþega sem urðu veðurtepptir á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira