Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 15:31 Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun