Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verða kjaradeilur í forgrunni eins og oft áður síðustu vikur. Samtök atvinnulífsins hafa nú boðað verkbann sem myndi ná til um tuttugu þúsund félagsmanna Eflingar.

Við heyrum í Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra SA vegna þessa og reynum að varpa ljósi á áhrif verkbanns á samfélagið.

EInnig verður rætt við eiganda áfangaheimilanna Betra lífs sem segir heimilin rekin með litlum sem engum hagnaði. Eldur kom upp á áfangaheimili samtakanna í síðustu viku.

Þá segjum við frá heimsókn Joe Biden Bandaríkjaforseta til Kænugarðs í morgun sem kom flestum í opna skjöldu en síðar í vikunni verður ár liðið frá innrás Rússa inn í Úkraínu. 

Einnig verður rætt við móðir ellefu ára gamallar stúlku sem sat föst í strætisvagni á Hellisheiði í fjóra klukkutíma í gækvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×