Tiana meidd í mark og vann: „Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 11:28 Tiana Ósk Whitworth og Birna Kristín Kristjánsdóttir lentu í 1. og 2. sæti í 60 metra hlaupinu á MÍ í Laugardalshöll um helgina. FRÍ „Þetta gerðist þegar það voru nokkrir metrar eftir af hlaupinu, þegar ég var að teygja mig yfir marklínuna. Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur,“ segir Tiana Ósk Whitworth sem upplifði gleði og sorg á sama augnabliki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“ Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira