Tiana meidd í mark og vann: „Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 11:28 Tiana Ósk Whitworth og Birna Kristín Kristjánsdóttir lentu í 1. og 2. sæti í 60 metra hlaupinu á MÍ í Laugardalshöll um helgina. FRÍ „Þetta gerðist þegar það voru nokkrir metrar eftir af hlaupinu, þegar ég var að teygja mig yfir marklínuna. Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur,“ segir Tiana Ósk Whitworth sem upplifði gleði og sorg á sama augnabliki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“ Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram