Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 08:47 Flak Tesla Model 3-bifreiðar sem var ekið á kyrrstæðan slökkviliðsbíl á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu á aðfararnótt laugardags. AP/Slökkviliðið í Contra Costa-sýslu Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé. Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé.
Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29