TMZ hefur eftir umboðsmanni Sizemores að hann hafi fundist á gólfinu heima hér sér um tvö að nóttu til, að staðartíma og að óvíst sé hvort hann muni ná sér.
Sizemore, sem er 61 árs gamall, hefur lengi átt í basli með áfengi og fíkniefni og hefur nokkrum sinnum verið handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis, heimilisofbeldi og vörslu fíkniefna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar.
Hann var dæmdur árið 2003 fyrir að beita Heidi Fleiss, fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. Árið 2009 var hann handtekinn vegna þess að hann var grunaður um að beita aðra kærustu ofbeldi og svo aftur árið 2011.