Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerði fjölda breytinga frá liðinu sem vann 2-0 sigur á Skotlandi í fyrsta leik mótsins.
Aðeins þrír leikmenn héldu sæti sínu í byrjunarliðinu, það voru fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Leikurinn var ekki upp á marga fiska og átti íslenska liðið í stökustu vandræðum framan af. Í tvígang komst Wales í góð færi en tókst ekki að skila boltanum í netið.
Bestu færi Íslands fékk Sveindís Jane í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki og slauk leiknum með markalausu jafntefli.
Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöldið kemur og getur með sigri tryggt sér sigur á Pinatar-mótinu.