Jimmy Carter liggur banaleguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter í heimabæ sínum Plains árið 2015. AP/Branden Camp Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira