Sigurður Dan var þriðji markmaður Stjörnunar í kvöld og kom inn á þegar að um tuttugu mínútur voru til leiksloka og Valur leiddi með tveimur mörkum.
Hann lauk leiknum með átta skot varin og þrettán skot fengi á sig eða um 62 prósent markvörslu og má segja að hann hafi verið hetja Stjörnu-manna í kvöld sem tryggðu sér síðasta farseðilinn í undanúrslitin.
„Ég er alltof hátt uppi, ég veit ekki,“ voru fyrstu orð Sigurðar sem var ennþá að jafna sig eftir mikil fagnaðarlæti með liðsfélögum og stuðningsmönnum sínum í kvöld.
„Bara vá sko, ég er svo sáttur með liðsandann hjá okkur, við gáfumst aldrei upp og sýndum það í kvöld með alvöru baráttu. Ég sagði það sjálfur að þegar ég var að koma inn á að ég ætlaði að vinna þennan leik. Það var ekki flóknara en það.“
Það var vel mætt í Garðabæinn í kvöld og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar að leiknum lauk enda heimamenn komnir í undanúrslit í höllinni.
„Ég vill þakka öllum Garðbæingum sem mættu til að styðja okkur, þetta gefur okkur ótrúlega mikið, vonandi getum við stækkað hópinn fyrir höllina og mætt ennþá fleirri,“ sagði Sigurður Dan að lokum.