Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 06:56 Biden hefur sætt gagnrýni fyrir að tjá sig ekki fyrr. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira