Stöð 2 Sport
Subway-deild karla í körfubolta á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og við hefjum leik í Garðabænum þar sem Stjarnan tekur á móti Hetti í Umhyggjuhöllinni klukkan 18:05.
Klukkan 19:55 færum við okkur svo yfir til Keflavíkur þar sem heimamenn taka á móti Þór frá Þorlákshöfn. Keflvíkingar tróna á toppi deildarinnar, en Þórsarar hafa verið á siglingu undanfarnar vikur og stefna hraðbyri á úrslitakeppnina. Að þeim leik loknum verðu Subway körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Stöð 2 Sport 2
Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, sækir Sassuolo heim klukkan 19:35.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17:20 tekur Lenovo Tenerife á móti Gran Canaria í spænsku bikarkeppninni í körfubolta og klukkan 20:20 mætast Joventut Badalonaog Cazoo Baskonia í sömu keppni.
Stöð 2 Sport 4
Aramco Saui Ladies International á LET-mótaröðinni í golfi heldur áfram klukkan 10:00.
Stöð 2 Sport 5
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti FH-ingum í Lengjubikar karla í fótbolta klukkan 18:50.