Áður óséð myndefni af Titanic Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 13:10 Til hægri má sjá Alvin, annað af fjarstýrðu farartækjunum sem tók upp myndefnið WHOI/YouTube Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu. Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu.
Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02
Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30