Einnig ræðum við um áhrif verkfallsaðgerða Eflingar sem þegar eru farnar að bíta. Við heyrum í talsmanni ferðaþjónustunnar sem segir þúsundir ferðamanna við það að lenda í vandræðum vegna verkfallsaðgerðanna.
Einnig fjöllum við um smáhýsi sem standa utangarðsfólki í Reykjavík til boða og fjöllum um skýrslu Fjölmiðlanefndar um upplýsingaóreiðu.