Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 10:45 Röskva leggur megináherslu á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en samgöngukort býðst stúdentum á hóflegu verði. Vísir/Friðrik Þór Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50