Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Andri Rúnar Bjarnason sést hér kominn í Valsbúninginn. Instagram/@valurfotbolti Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals Besta deild karla Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals
Besta deild karla Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira