„Þetta eru fáránleg forréttindi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísirr/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40