„Ég verð sáttur ef þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:01 Mikel Arteta var eðlilega ósáttur með dómgæsluna í leik Arsenal og Brentford. Clive Mason/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann verði ekki sáttur nema enska úrvalsdeildin gefi liðinu tvö stig til baka eftir að mistök í VAR-herberginu urðu til þess að Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brentford um liðna helgi. Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“ Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira