Mennirnir tíu mættu í morgun fyrir dóm í Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem dagsetning réttarhaldanna var sett.
FISHROT TRIAL DATE ... The trial of the 10 men charged in the Fishrot fishing quotas fraud and corruption case is scheduled to start on 2 October. This was announced when the 10 made another pretrial appearance in the Windhoek High Court today. More in our next edition. pic.twitter.com/xNfFZSBntp
— The Namibian (@TheNamibian) February 14, 2023
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, munu allir fara fyrir dóm í október.
Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra eru Pius Mwatelulo, starfsmaður Hanganeni Investment Holdings, Mike Nghipunya, fyrrverandi forstjóri Fishcor, Phillipus Mwapopi, fyrrverandi lögreglumaður, og Nigel van Wyk, starfsmaður hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Otneel Shuudifonya einnig ákærðir.
Þrír Íslendingar voru ákærðir í málinu, þeir Ingvar Júlíusson, Egill Helga Árnason og Aðalsteinn Helgason. Samkvæmt Heimildinni vildi ríkissaksóknari Namibíu að þeir færu allir fyrir dóm í sama máli. Namibísk lög gera þó ekki ráð fyrir því að menn sé ákærðir og dæmdir í málum séu þeir fjarverandi. Því varð ekkert úr þeim ákærum.
Íslendingarnir þrír eru þó allir til rannsóknar hér á landi.