Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:32 Sprengingin var gríðarlega öflug og mikil mildi þykir að engin hafi slasast Vísir/Vilhelm Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.” Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.”
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira